Í góðærinu svokallaða var það algengt að fólk festi kaup á fasteign áður en það seldi. Mikið líf var á fasteignamarkaðinum þá og fólk var óhrætt við að kaupa áður en það seldi. Eftir hrun stoppaði þetta alveg, enda kólnaði fasteignamarkaðurinn hratt og mikið hægðist á sölu. Enn þann dag í dag, er afar fátítt að fólk kaupi fasteign áður en það selur. Þó er að fjölga því fólki sem kýs að fara þá leið. Þá er mjög mikilvægt að vandað verðmat fari fram á eigninni sem á að selja eftir að nýja eignin er keypt. Fólk verður að hafa vaðið fyrir neðan sig.