Bílskúrar

Stærri bílskúrar er eitthvað sem fólk er í æ ríkara mæli að gera kröfur um í leit sinni að nýju húsnæði. Aðalástæðan er sú að fólk er farið að þurfa meira og meira pláss fyrir alls kyns búnað sem tilheyrir tómstundaiðju sinni og ef að bíll á að komast í bílskúrinn líka, þarf aukið pláss fyrir annað dót. Þess má einnig geta að í verðmati á fasteignum er „trendið“ líka það að fermetraverðið er reiknað það sama, hvort sem bílskúr fylgi eigninni eða ekki.