Ég hef verið spurður að því undanfarið hvort að góðar ljósmyndir af eignum skipti einhverju máli þegar nær allt er að seljast á markaðinum eins og hann er í dag. Góðar ljósmyndir skipta alltaf máli, hvort sem að markaðurinn er rólegur eða líflegur. Góðar ljósmyndir fá fólk frekar fólk til að mæta og skoða eignirnar og einnig til að hámarka virði þeirra. Ég mæli því alltaf með að seljendur noti góðar ljósmyndir þegar eignir eru settar í sölumeðferð.