Óhætt er að segja að fasteignamarkaðurinn hafi verið að taka við sér á þessu ári 2012. Veltan á fasteignamarkaði hefur aukist um um 15 milljarða miðað við sama tímabil í fyrra og hefur salan ekki verið líflegri síðan 2007. Segja má að helsta breytingin frá því herrans ári og árinu 2012 sé sú að salan er meira hverfaskipt en áður.
Í góðærinu svokallaða voru má segja öll hverfi að seljast nokkuð vel, en í dag eru sum hverfi vinsælli en önnur og mikill munur á eftirspurn eftir staðsetningu innan höfuðborgarsvæðisins.