Mikilvægt er þegar fólk er að hugsa um að selja eignina sína að fá vandað verðmat á eignina sýna. ÂÂ Það getur skipt verulegu máli að eignin sé rétt verðmatin í takt við markaðsaðstæður. ÂÂ Fasteign sem er t.a.m. alltof hátt verðmetin er lengur á söluskrá og því lengur sem eignir eru á söluskrá, því minna áhugaverðari í augum áhugasamra kaupenda.
Ég hef verið spurður að því undanfarið hvort að góðar ljósmyndir af eignum skipti einhverju máli þegar nær allt er að seljast á markaðinum eins og hann er í dag. Góðar ljósmyndir skipta alltaf máli, hvort sem að markaðurinn er rólegur eða líflegur. Góðar ljósmyndir fá fólk frekar fólk til að mæta og skoða eignirnar og einnig til að hámarka virði þeirra. Ég mæli því alltaf með að seljendur noti góðar ljósmyndir þegar eignir eru settar í sölumeðferð.
Margir velta fyrir sér hver séu vinsælustu hverfin á höfuðborgarsvæðinu og í flestum tilfellum er talað um póstnúmer 101, 105 og 107 í því sambandi. Þessi hverfi eru vissulega mjög vinsæl og sækir sérstaklega ungt fólk í þessi hverfi, þó þau séu dýr. Þau hverfi þar sem mikið af fjölskyldufólki er með ung börn eru einnig mjög vinsæl því í langflestum tilfellum vill fólk stækka við sig innan viðkomandi hverfis. Vallahverfið í Hafnarfirði er gott dæmi um það. Einnig má nefna hverfi eins og Sala- og Kórahverfi í Kópavogi. Fleiri hverfi mætti líka nefna. Í þessum hverfum er lítil framboð af sérbýlum.
Undanfarið hefur töluvert borið á skorti á fasteignum í sölumeðferð. Það gerir að verkum að sala fasteigna dregst saman eins og tölur um fjölda samninga í ágúst og september bera með sér. Engu að síður er þessi tími árs mjög góður til sölu fasteigna.
Helst skortir 2ja og 3ja herbergja íbúðir en einnig skortir töluverð að sérbýlum. ÂÂ Það höfum við á Landmark fasteignasölu fundið töluvert fyrir undanfarið því eftirspurn eftir þeim sérbýlum sem við höfum verið með í sölu hefur verið mikil.
Margir halda að yfir sumartímann sé lítið líf á fasteignamarkaðinum. Vissulega eru færri aktívir kaupendur, en þeir eru engu að síður margir sem eru að leita að draumaeigninni. Þetta er að mörgu leyti líka besti tíminn til að selja. Allir garðar eru í fullum skrúða, allt umhverfi hið snyrtilegasta og veðrið upp á sitt besta. Það er í raun enginn tími rólegur í fasteignaviðskiptum, nema ef vera skyldi tíminn í kringum jól og áramót. Annars er líf og fjör
Stærri bílskúrar er eitthvað sem fólk er í æ ríkara mæli að gera kröfur um í leit sinni að nýju húsnæði. Aðalástæðan er sú að fólk er farið að þurfa meira og meira pláss fyrir alls kyns búnað sem tilheyrir tómstundaiðju sinni og ef að bíll á að komast í bílskúrinn líka, þarf aukið pláss fyrir annað dót. Þess má einnig geta að í verðmati á fasteignum er „trendið“ líka það að fermetraverðið er reiknað það sama, hvort sem bílskúr fylgi eigninni eða ekki.
Í góðærinu svokallaða var það algengt að fólk festi kaup á fasteign áður en það seldi. Mikið líf var á fasteignamarkaðinum þá og fólk var óhrætt við að kaupa áður en það seldi. Eftir hrun stoppaði þetta alveg, enda kólnaði fasteignamarkaðurinn hratt og mikið hægðist á sölu. Enn þann dag í dag, er afar fátítt að fólk kaupi fasteign áður en það selur. Þó er að fjölga því fólki sem kýs að fara þá leið. Þá er mjög mikilvægt að vandað verðmat fari fram á eigninni sem á að selja eftir að nýja eignin er keypt. Fólk verður að hafa vaðið fyrir neðan sig.
Óhætt er að segja að fasteignamarkaðurinn hafi verið að taka við sér á þessu ári 2012. Veltan á fasteignamarkaði hefur aukist um um 15 milljarða miðað við sama tímabil í fyrra og hefur salan ekki verið líflegri síðan 2007. Segja má að helsta breytingin frá því herrans ári og árinu 2012 sé sú að salan er meira hverfaskipt en áður.
Í góðærinu svokallaða voru má segja öll hverfi að seljast nokkuð vel, en í dag eru sum hverfi vinsælli en önnur og mikill munur á eftirspurn eftir staðsetningu innan höfuðborgarsvæðisins.