Margir velta fyrir sér hver séu vinsælustu hverfin á höfuðborgarsvæðinu og í flestum tilfellum er talað um póstnúmer 101, 105 og 107 í því sambandi. Þessi hverfi eru vissulega mjög vinsæl og sækir sérstaklega ungt fólk í þessi hverfi, þó þau séu dýr. Þau hverfi þar sem mikið af fjölskyldufólki er með ung börn eru einnig mjög vinsæl því í langflestum tilfellum vill fólk stækka við sig innan viðkomandi hverfis. Vallahverfið í Hafnarfirði er gott dæmi um það. Einnig má nefna hverfi eins og Sala- og Kórahverfi í Kópavogi. Fleiri hverfi mætti líka nefna. Í þessum hverfum er lítil framboð af sérbýlum.